Hagsýni er eitt gilda Orkuveitunnar og snýr það sérstaklega að fjármálum fyrirtækisins. Unnið er eftir fjárhagslegum markmiðum sem stuðla að því að Orkuveitan;
Orkuveitan, sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélaga, lítur svo á að fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins styðji almennt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 11 um sjálfbærar borgir og samfélög.
Nú birtir Orkuveitan í fyrsta skipti upplýsingar úr fjárhagsbókhaldi í samræmi við Flokkunarreglugerð Evrópusambandsins, sem tók gildi hér á landi 1. júní 2023 með lögum nr. 25/2023. Markmið reglugerðarinnar er að meta með samræmdum umhverfis- og loftslagsviðmiðum hvaða starfsemi teljist sjálfbær. Til að standast viðmiðin þarf viðkomandi starfsemi ýmist að teljast verulegt framlag til einhvers af eftirgreindum umhverfismarkmiðum án þess að valda umtalsverðu tjóni hvað hin umhverfismarkmiðin varðar:
Í þetta fyrsta sinn sem flokkunarreglugerðinni er beitt er starfsemi Orkuveitunnar eingöngu metin út frá viðmiðinu um mótvægi við loftslagsbreytingum. Væri starfsemin að gera það, svo sem framleiðsla á orku úr endurnýjanlegum orkulindum, var metið hvort hún ylli öðrum markmiðum skaða. Í næsta áfanga innleiðingar af hálfu Orkuveitunnar verður starfsemin einnig grunnmetin út frá öðrum umhverfisviðmiðum.
Af tilgreindri starfsemi í flokkunarreglugerðinni voru borin kennsl á tíu starfsþætti sem iðkaðir eru innan samstæðu Orkuveitunnar, þ.e. eru flokkunartækir. Myndin að neðan gefur heildaryfirlit yfir hlutfall fjárfestingar, gjalda og tekna samstæðu Orkuveitunnar m.t.t. þess hvort hún fellur að flokkunarreglugerðinni (aligned), falli innan hennar en ekki er sýnt fram á að starfsemin standist matsskilyrði hennar (eligible but not aligned) eða falli utan starfaflokka flokkunarreglugerðarinnar (non-eligible).
KPMG hefur tekið saman skattaspor Orkuveitunnar á árinu 2023. Skattaspor samstæðunnar samanstendur af sköttum sem eru gjaldfærðir í rekstri samstæðunnar og þeim sköttum sem félögin innan hennar innheimtu og stóðu skil á til ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða.
Á árinu 2023 nam skattaspor Orkuveitunnar samtals 10.522 mkr. Skýrsla um það er í viðhengi að neðan. Samkvæmt sömu skýrslu er verðmætasköpun Orkuveitunnar á árinu 2023 metin á 61,7 milljarða króna.