F3 Starfsmannavelta

Fjöldi fastráðins starfsfólks í árslok 2023

Orkuveitan fylgist grannt með starfsmannaveltu hjá samstæðunni meðal annars eftir aldri og kyni. Tengsl hafa verið á milli efnahagsástands og starfsmannaveltu þannig að þegar kreppir að fækkar þeim sem skipta um starf.

Starfsmannavelta árið 2023 jókst lítillega frá fyrra ári. Hún minnkaði meðal kvenna en jókst meðal karla. Á fyrri hluta ársins var sameiginlegt þjónustusvið fyrirtækjanna í samstæðunni, þar með talið sameiginlegt þjónustuver, lagt niður en fyrirtækin sjálf tóku við starfseminni. Með breytingunni fækkaði störfum í heild og það hafði áhrif á starfsmannaveltu ársins.

Hverfandi hluti starfsfólks samstæðunnar er í minna en 100% starfi. Þess vegna er ekki reiknuð starfsmannavelta sérstaklega fyrir þann hóp.

Starfsmannavelta, öll sem hætta

Starfsmannavelta, hætta að eigin ósk