Orkunotkun á hverja einingu í rekstri, t.d. á stöðugildi o.s.frv. er kölluð orkukræfni.

Eigin notkun á rafmagni er einkum vegna vinnslu á heitu vatni, dælingar í fráveitu, heitu og köldu vatni og reksturs fasteigna. Notkun rafmagns hefur aukist töluvert frá árinu 2016 og það á einnig við um heitavatnsnotkun, sjá viðauka.

Notkun jarðefnaeldsneytis á stöðugildi í Orkuveitunni hefur aukist miðað við árið 2016, sérstaklega milli áranna 2022 og 2023. Notkun metans hefur aukist miðað við notkunina árið 2016, en minnkaði þó milli áranna 2022 og 2023, sjá viðauka.