F4 Kynjafjölbreytni

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Jafnrétti kynjanna

Orkuveitan er kynjaskiptur vinnustaður og unnið er að því að auka fjölbreytni kynja innan starfaflokka. Í Ársskýrslu Orkuveitunnar er nú í annað sinn að sjá þríþætta kynjaskiptingu; konur, karla og kynsegin/annað. Á meðal stjórnenda hefur jafnvægi ríkt milli karla og kvenna frá árinu 2015. Orkuveitan hefur ekki tölur yfir kynjaskiptingu meðal verktaka.

Kynjahlutfall eftir starfaflokkum

Jafnvægisvogin

Öll fyrirtækin innan samstæðunnar hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar. Á árinu 2023 bættist Ljósleiðarinn í þann flokk fyrirtækja innan samstæðu Orkuveitunnar sem hlotið hafa Jafnvægisvogina, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu til þeirra fyrirtækja sem lýst hafa vilja sínum til að vinna að því að Ísland verði í fremstu röð í jafnréttismálum.

Mest áhrif kvenna á stjórnun

Samkvæmt fjórðu úttekt Ernst & Young fyrir samtökin Konur í orkumálum, sem gefin var út í september 2023, eru áhrif kvenna innan orkugeirans mest hjá Orkuveitunni og hefur það verið niðurstaðan í öllum úttektunum fjórum. Þær eru gerðar annað hvort ár og næsta úttekt væntanleg árið 2025.

Ákvörðunarvald kvenna innan íslenskra orku- og veitufyrirtækja