U8 Loftslagseftirlit stjórnar

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Aðgerðir í loftslagsmálum

Stjórn Orkuveitunnar hefur yfirumsjón með mati og stýringu loftslagstengdrar áhættu hjá fyrirtækinu.

Stjórn fer yfir sjálfbærnistefnuna a.m.k. einu sinni á ári samkvæmt starfsáætlun. Stefnan kveður á um loftslags- og aðra umhverfisáhættu og mikilvæga umhverfisþætti þeim tengdum. Stjórnin tekur á gloppum í stefnunni og leiðbeinir stjórnendum Orkuveitunnar ef þörf krefur.

Sjá nánar um stjórn Orkuveitunnar í stjórnháttaköflum skýrslunnar.

Aðgerðir til mótvægis og aðlögunar að loftslagsbreytingum

Loftslagsþættir og mikilvæg mál tengd loftslagi eru á dagskrá stjórnar á mánaðarlegum fundum. Þar metur stjórnin jöfnum höndum og fylgist með helstu áætlunum um loftslagsaðgerðir, loftslagsáhættu, framkvæmd og framvindu loftslagsmarkmiða og mótvægisaðgerða, en einnig tækifæri sem í þeim felast. Einu sinni á ári að lágmarki fjallar stjórn um heildaryfirlit á stöðu og framvindu verkefna vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum, sjá viðauka.