F6 Aðgerðir gegn mismunun

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Jafnrétti kynjanna

Í árlegum vinnustaðagreiningum er starfsfólk spurt hvort það hafi orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu áreiti. Tilfellum hafði fækkað ár frá ári en fjölgar nú á milli ára. Stefna fyrirtækisins er óbreytt; slíkt er ekki liðið.

Á árinu 2021 fór hlutfall þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað síðustu 12 mánuði í fyrsta skipti niður í 0%. Þótt hlutfallið hafi verið 0 sögðust tveir svarenda hafa orðið fyrir slíkri áreitni. Árið 2022 var niðurstaða mælingarinnar sú sama. Árið 2023 fjölgaði um einn svaranda sem hafði orðið fyrir slíkri áreitni, úr tveimur í þrjá og við það fer hlutfallið í 1%.

Þátttaka í vinnustaðagreiningunni meðal starfsfólks var 94%.

Hlutfall starfsfólks sem segist hafa orðið fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni

Iðnir og tækni

Á árinu 2023 var einnig áfram unnið að verkefninu Iðnir og tækni með krökkum af öllum kynjum úr Árbæjarskóla. Ungmenni sækja í því valáfanga sem hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Öll fyrirtæki samstæðunnar taka þátt í verkefninu og er starfsfólkið í kennara- og undirbúningshópurinn um 40 talsins.