Vaxtaþekjan segir til um hversu fyrirtækið er fært um að standa undir vaxtakostnaði og verðbótum af lánum sem á því hvíla. Eigendur Orkuveitunnar hafa sett það skilyrði fyrir arðgreiðslu til þeirra að handbært fé frá rekstrinum að viðbættum greiddum vaxtagjöldunum sé að minnsta kosti 3,5 sinnum hærri en vaxtagjöld og verðbætur. Orkuveitan var undir því markmiði rétt eftir hrun en yfir því allt frá árinu 2010.
*Greiddir vextir vegna uppgjörs gjaldmiðlasamninga er undanskilið í handbæru fé frá rekstri