Stjórn Orkuveitunnar ræður forstjóra fyrirtækisins, semur starfslýsingu hans og ákveður starfskjör. Stjórn tekur mið af ákvæði eigendastefnu Orkuveitunnar að laun stjórnenda skulu standast samanburð við sambærileg störf, þó að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila. Starfskjaranefnd stjórnar Orkuveitunnar endurskoðar laun forstjóra árlega með tilliti til markmiða og mælikvarða fyrirtækisins.
Forstjóraskipti urðu á árinu 2023 þegar Sævar Freyr Þráinsson tók við af Bjarna Bjarnasyni.
Launahlutfall forstjóra er reiknað sem heildarlaunagreiðslur núverandi forstjóra deilt með miðgildi launa fastráðins starfsfólks innan samstæðunnar.
Fjárhæðir launa stjórna innan samstæðunnar, forstjóra móðurfyrirtækis og framkvæmdastjóra dótturfélaga eru birtar opinberlega í skýringum með ársreikningum félaganna innan samstæðu Orkuveitunnar.