Innan samstæðu Orkuveitunnar eru níu félög sem lúta sérstakri stjórn. Stjórnarfólk móðurfélagsins skal meðal annars hafa þekkingu og reynslu sem hæfir þeirri ábyrgð sem stjórnarsetunni fylgir. Samsvarandi kröfur eru gerðar um setu í stjórnum dótturfélaga.
Tvær nefndir starfa í umboði stjórnar Orkuveitunnar, starfskjaranefnd og endurskoðunarnefnd. Formaður starfskjaranefndar er kona. Endurskoðunarnefnd er sameiginleg með samstæðu Reykjavíkurborgar og tilnefnir stjórn Orkuveitunnar fulltrúa í nefndina. Sá fulltrúi er kona.
Stjórnarsæti innan samstæðunnar eru alls 44 en sama fólk skipar stjórn Orkuveitunnar og OR Eigna, einnig Orku náttúrunnar og ON Power. 21 af sætunum 44 eru skipuð konum og 23 körlum. Konur gegna formennsku í sjö af stjórnunum níu; stjórn Veitna, stjórn Orku náttúrunnar og þar með ON Power, stjórn Carbfix, Eignarhaldsfélagsins Carbfix ohf. og Coda Terminal og stjórnarformaður Ljósleiðarans er kona. Tveir áheyrnarfulltrúar eru í stjórn Orkuveitunnar; hvor tveggja kona.