Í engum ráðningarsamningum stjórnenda eða annars starfsfólks Orkuveitunnar er að finna beina tengingu á milli launa og tiltekinna mælikvarða í rekstrinum, hvorki fjárhagslegra né annarra. Orkuveitan telur að slík ákvæði geti verðlaunað árangur til skamms tíma á kostnað þeirra langtímamarkmiða sem eðli starfseminnar kallar á að séu höfð að leiðarljósi.
Eigendastefna Orkuveitunnar kveður á um að laun stjórnenda skuli standast samanburð við sambærileg störf, þó að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila. Launakjör stjórnenda og annars starfsliðs Orkuveitunnar skulu ekki vera leiðandi á vinnumarkaði.
Fjárhæð stjórnarlauna, launa forstjóra og framkvæmdastjóra innan samstæðu er tilgreind í ársreikningi samstæðunnar og ársreikningum dótturfélaga.