Orkuveitan vinnur endurnýjanlega orku, það er rafmagn og heitt vatn, úr jarðvarma og vatnsafli. Fyrirtækið notaði sjálft rúmlega 12% af framleiddu rafmagni og tæplega 1% af framleiddu heitu vatni.
Jarðefnaeldsneyti, einkum díselolía, og metan eru nýtt í tengslum við framkvæmdir og rekstur Orkuveitunnar.
Rafmagn og heitt vatn er 98,1% af heildarorkunotkun Orkuveitunnar og jarðefnaeldsneyti og metan eru 1,9%.